Bláa Lónið


  English

Bláa Lóns Ferð


Bláa Lónið er einn af mest heimsóttustu stöðum á Íslandi. Bláa Lónið er staðsett í hrauni rétt hjá Grindavík á Reykjanesskaganum, um 13 km frá Keflavíkurflugvell og um 39 km frá Reykjavík. Það er um 20 minútna akstur frá Keflavíkurflugvelli og að Bláa Lóninu og um 40 mínútna akstur frá Reykjavík.

Heita vatnið í lóninu er ríkt af allskonar steinefnum eins og til dæmis kísil og brennisteini. Það hefur reynst mörgum vel sem eru með einhverskonar húðsjúkdóma (t.d. psoriasis) að baða sig í lóninu og því hefur verið opnað lækingastöð fyrir fólk með húðsjúkdóma í Bláa Lóninu. Hitinn á vatninu er um 37-39°C.

Bláa Lónið varð til þegar jarðhitavirkjunin, Svartsengi, var tekin í notkun, en virkjunin tekur heitt vatn úr jörðinni og notar í rafmagnsframleiðslu. þegar það er búið að dæla vatninu uppúr jörðinni og í virkjunina þá þarf að hreinsa vatnið og vatnið sem ekki er notað í framleiðsluna er dælt út í hraunið.

Fyrst um sinn átti vatnið að renna beint til sjávar en vegna kísils sem er í vatninu þá stíflaðist kísillinn leiðin í gegnum hraunið og til varð Bláa lónið. Vatnið í lóninu endurnýjast á tveggja daga fresti. http://www.bluelagoon.com/

Verð:
Fullorðnir: 5.000 kr
2-12 ára: 2.500 kr
Miði í Bláa Lónið ekki innifalin, verð í lónið er 6400 ISK KR.
0-2 frítt – Leiðsögn innifalin
Sækjum hópa allstaðar frá höfuðborgarsvæðinu séu hópar sóttir annarstaðar frá þarf sérstaklega að taka það fram


Fáðu tilboð fyrir þinn hóp í síma: 647 4755
eða á tölvupóstfangið landferdir@landferdir.is