Jökulsárlón
Jökulsárlón

Jökulsárlón

create counter

  English

 

 

Jökulsárlón


Suðurstrandaferð + jökulsárlón
Í þessari ferð munum við þræða fallega suðurströnd íslands Ef veður leyfir munum við sjá Heklu og hið heimsfræga eldfjall Eyjafjallajöku

Hekla er 1.491 m hár eldhryggur og er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi og gjarnan kölluð Drottning íslenskra eldfja.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, um 1.666 m hár. Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 Eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls að morgni 14. apríl 2010 og stóð til 23. maí það ár Þetta eldgos varð heimsfrægt fyrir það að raska flugumferð í evrópu í marga sólarhringa.

Við komum til með stoppa við stórbrotna fossa seljalandsfoss og skógarfoss.

Seljalandsfoss er einn af frægari fossum hér á Íslandi. Hann er 60 m á hæð hann er í Seljalandsá í Rangárþingi eystra. Fossinn er þekkt ljósmyndamótíf, en ha breyttist talsvert í flóði árið 1976.

Skógafoss er af mörgum talinn einn af fegurstu fossum landsins og þótt víðar væri leitað. Hann er 60 m hár og 25 m breiður foss í Skógá við Skóga í Rangárþingi. Fossinn var friðlýstur árið 1987 og telst náttúruvætti. Sögusagnir segja að í helli bak við fossinn hafi landnámsmaðurinn Þrasi Þórólfsson kastað gullkistu sinni.

Eftir fossa skoðun liggur leið okkar til Skaftafells, við keyrum í gegnum þorpin Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur Í Skaftafeli munun við sjá stærsta jökul evrópu Vatnajökul. Frá skaftafelli liggur leið okkar til jökulsárlóns.

Jökulsárlón er einn allra vinsælasti staður á Íslandi. Jökulsárlón er lón við Breiðamerkurjökul. Jökulsá á Breiðamerkursandi rennur úr því. Hægt er að fara í bát sem siglir um lónið.

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp í síma: 647 4755
eða á tölvupóstfangið landferdir@landferdir.is