Löngudæl
challenge

Löngudæl

Slakað á í sundlauginni eftir róðurinn
Sund
  English

Kayjak ferð


Landferðir og Kajakferðir bjóða upp á kajakferðir á Stokkseyri.  Þessar ferðir eru tilvaldar sem óvissuferðir. hvataferðir. steggjaferðir og gæsaferðir svo eithvað sè nefnt.

ATH: Lágmarksþátttaka í ferð er 10 manns.
Við sækjum allstaðar frá höfuðborgarsvæðinu, ef hópur er sóttur annar staðar frá þarf að taka það sérstaklega fram. Rútuferðin kostar 4.900 kr.

Innifalið Í ferð: Regnsamfestingur, stígvél og vesti.

Í öllum ferðum er aðgangur að sundlaug og heitum pottum á opnunartíma sundlaugar
og einnig fyrir hópa utan opnunartíma.  Ath.Þið þurfið að hafa með: aukaföt, handklæði og sundföt.

Fólk er vinsamlegast beðið að neyta ekki áfengis fyrir ferð! Þeim einstaklingi sem sjáanlega er undir áhrifum áfengis verður neitað um að fara á kajak.

Hér fyrir neðan má sjá ferðir. 

Skólahópar. ½ klst. (Svaml)
Aðstoðarmaður í landi, róið frjálst um takmarkað svæði á Löngudæl. Tilvalið fyrir skólahópa. Verð 2.200 kr. "Munið eftir regnfötum og aukafötum".

Róbinson Krúsó.
Ca 1 - 3 klst. Án leiðsagnar. Sérlega skemmtilegur möguleiki fyrir fjölskyldur og einstaklinga, þar sem fólk getur kannað á eigin spýtur völundarhús fenjanna. Kort af svæðinu er til sölu í afgreiðslu. Tekið skal fram að svæðið er algjörlega hættulaust.
Verð 4.450 kr. börn 6-14 ára 1.200 kr. frítt fyrir yngri en 6 ára.

Challenge.
1 klst. skipulögð ferð með leiðsögn. Tilvalið fyrir 5 til 50 manna hópa. Róið eftir Löngudæl og inn í þröngar rásir fenjasvæðisins. Svæði sem býður upp á skemmtilega stemmingu og getur reynt á samhæfni hópsins. Verð 4.950 kr.

Power Challenge.
2 klst. skipulögð ferð með leiðsögn. Róið á kajak eftir Löngudæl, inn í þröngar rásir fenjasvæðisins og allt að þar sem Hraunsáin rennur til sjávar. Svæði sem býður upp á skemmtilega stemmingu og getur reynt á samhæfni hópsins. Verð 6.200 kr.

Adventure. 2 klst. sjóferð. Nú er umhverfið allt annar heimur. Skerjagarðurinn með fallegum lónum er heimkynni sela og fugla og lífríkið allt ótrúlega fjölbreytt. Lögð er áhersla á að fólk haldi sig nærri landi með leiðsögumanni.  Stórkostleg upplifun! 14 ára aldurstakmark.
Innifalið: Regnsamfestingur, stígvél og vesti. Verð 7.850 kr.

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp síma: 647 4755
eða í tölvupósti: landferdir@landferdir.is