Strandakirkja
Strandakirkja

create counter

  English

 

 

Reykjanes ferð


Krísuvík Reykjanes Þorlákshöfn
Lagt er af stað frá Reykjavík og ekið suður í Hafnarfjörð og að Straumsvík. Þaðan er farið sem leið liggur í Reykjanesfólksvang.

Við sjáum hjalla sem notaðir eru til að þurrka fisk, hraun og skógræktarsvæði.

Ekið er að Kleifarvatni sem þekkt er fyrir breytilegt vatnsyfirborð, undarlegt landslag, loðsilung og ýmis önnur undur.

Einnig skoðum við Seltún sem er hverasvæði.

Ekið er í Þorlákshöfn og komið við í Herdísarvík og Strandakirkju í leiðinni.

Síðan er ekið þrengslin til Reykjavíkur.

Áætlaður ferðatími eru 5 klukkustundir.

Farþegar sóttir í Reykjavík. Ferðin er ætluð fólki á öllum aldri. Nauðsynlegur útbúnaður er fatnaður eftir veðri og góðir skór.

lágmarks þáttaka er 8 manns.

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp í síma: 647 4755
eða í tölvupósti
: landferdir@landferdir.is